90. héraðsþing Skarphéðins var haldið í Brautarholti á Skeiðum síðastliðinn laugardag. Góð mæting var á þingið sem tókst í alla staði mjög vel. Fjórtán fulltrúar frá Umf. Selfoss mættu á þingið. Fjöldi mála var tekinn fyrir og margar tillögur afgreiddar. Samþykktir þingsins má sjá á heimasíðu HSK.
Þórir Haraldsson Selfossi og Markús Ívarsson Samhygð voru sæmdir gullmerki ÍSÍ og þær Anný Ingimarsdóttir Samhygð og Fanney Ólafsdóttir Vöku, starfsmerki UMFÍ. Haraldur Júlíusson Njáli, Lísa Thomsen Hvöt og Þorgeir Vigfússon Hrunamönnum voru sæmd gullmerki HSK. Þá fékk Ragnar Sigurðsson afhent silfurmerki HSK. Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss var útnefnd íþróttamaður HSK 2011. Umf. Selfoss vann stigabikarinn 5. árið í röð. Hestamannafélagið Geysir fékk unglingabikar HSK og körfuknattleiksdeild Hamars foreldrastarfsbikar HSK. Guðríður Aadnegard var endurkjörin formaður HSK, Hansína Kristjánsdóttir, gjaldkeri, Bergur Guðmundsson, ritari og Fanney Ólafsdóttir meðstjórnandi. Örn Guðnason var kosinn varaformaður. Í varastjórn voru kosin, Lára Bergljót Jónsdóttir, Anný Ingimarsdóttir og Guðmundur Jónasson.