Handbolti - Hrafnhildur Hanna
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður kvennaliðs Selfoss og íslenska landsliðsins í handbolta, sleit fremra krossband í vinstra hné, í landsleik gegn Hollandi um seinustu helgi og má reikna með að hún verði frá keppni í allt að 12 mánuði.
Hún mun ekki spila meira með Selfoss á tímabilinu en hún er langmarkahæst í Olís-deildinni í vetur með 174 mörk, 34 mörkum fleiri en næsti leikmaður. Hún hefur orðið markadrottning deildarinnar síðustu tvö ár auk þess að vera kjörin besti sóknarmaðurinn.
Nánar er rætt við Hönnu á vef Sunnlenska.is.
Meiðsli Hönnu eru áfall fyrir Selfoss sem eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í Olís-deildinni á næsta ári en Selfyssingar eru á leið í umspil við lið úr 1. deild.
---
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE