u17
U-17 ára landslið Íslands lauk leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Azerbaijan í dag þegar þeir sigruðu Slóveníu í leik um 5. sætið 24-17. En þetta er besti árangur Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í handbolta frá upphafi.
Mótið hófst hjá Íslenska liðinu á mánudag þegar liðið mætti Frakklandi. Sá leikur endaði með íslenskum sigri í miklum markaleik 37-31. Liðið gerði því næst svekkjandi jafntefli við Slóvena eftir að hafa verið með frumkvæðið allan leikinn. Á miðvikudag var því úrslitaleikur við Króatíu um að komast í undanúrslit. Hann tapaðist og því ljóst að strákarnir færu ekki í undanúrslitin heldur myndu þeir leika við heimamenn um hvort liðið myndi leika um fimmta eða sjönuda sæti. Sá leikur var á föstudag og endaði með íslenskum sigri 48-11.
Selfoss mætti því Slóveníu öðru sinni í mótinu í dag í leik um 5. sætið. Það var mikið um góðar varnir á báða bóga og lítill munur vel fram í seinni hálfleik. Í seinni hálfleik náði Ísland frumkvæðinu og um miðjan hálfleikinn sigldu okkar menn framúr og héldu þeirri forystu til leiksloka.
Í heildina frábær árangur hjá íslenska liðinu og fulltrúar okkar Selfyssinga öflugir sem fyrri daginn, Ísak, Reynir Freyr og Tryggvi mega vera sáttir með sumarið.
Mynd: Tryggvi, Ísak og Reynir Freyr að vonum sáttir með 5. sætið.
Umf. Selfoss / ÞH