Bolti Vallaskóla
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hefur veitt handknattleiksdeild Selfoss undanþágu til keppni í íþróttahúsi Vallaskóla á keppnistímabilinu 2016-2017.
HSÍ barst undanþágubeiðni frá handknattleiksdeild Selfoss þann 1. september sl. þar sem óskað var eftir undanþágu frá keppnisbanni á íþróttahús Vallaskóla.
Með undanþágubeiðninni fylgdi viljayfirlýsing Sveitarfélagsins Árborgar en þar er lýst þeim framkvæmdum sem unnt er að fara í strax í haust ásamt áætlun um með hvaða hætti verði hægt að uppfylla skilyrði HSÍ svo Selfoss geti leikið heimaleiki sína á Selfossi tímabilið 2017-2018. Verður sú áætlun lögð fyrir bæjarstjórn í október 2016.
Í ljósi ofangreinds ákvað HSÍ að veita handknattleiksdeild Selfoss undanþágu til þess að leika heimaleiki sína í íþróttahúsi Vallaskóla keppnistímabilið 2016-2017.
---
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl