NSU-logo
Dagana 4.-10. ágúst nk. heldur Føroya Ungdómsráð, FUR, Leiðtogaskóla NSU í Selstæð sem er í um klukkustundar fjarlægð frá Þórshöfn í Færeyjum.
Þema leiðtogaskólans í ár er nýsköpun, hugmyndavinna og efling ungs fólks á norðurlöndum. Í Leiðtogaskólanum fá þátttakendur að upplifa Færeyska náttúru, mat og menningu í bland við útiveru og útivist sem veitir reynslu og upplifun til æviloka.
Nánari upplýsingar Leiðtogaskólann.
UMFÍ á sæti fyrir 5 þátttakendur á aldrinum 18 -30 ára að þessu sinni og styrkir alla þátttakendur sína til ferðarinnar. Skráningarfrestur í Leiðtogaskólann rennur út 30. maí nk.
Allar nánari upplýsingar um kostnað og styrki veitir Sabína Steinunn landsfulltrúi í síma 568-2929 og á netfanginu sabina@umfi.is.