Málþing um íþróttadómara
Í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 17.00-20.00.
ÍSÍ, KSÍ, HSÍ, KKÍ og BLÍ boða til málþings um íþróttadómara og þeirra mikilvægu störf í tengslum við íþróttirnar. Fulltrúar sérsambandanna munu fjalla um stöðu mála og framtíðarhorfur. Málþingið er öllum opið, endurgjaldslaust á meðan húsrúm leyfir. Allir sem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir til að mæta, fræðast um stöðuna og leggja jafnvel orð í belg um málefnið.
Hvernig geta íþróttagreinar unnið betur saman í dómaramálum?
Hver er áhrifamáttur og ábyrgð þjálfara og fjölmiðla?
Hvernig fjölgum við dómurum og höldum þeim í starfi?
Yfir hvaða eiginleikum þarf íþróttadómari að búa yfir?
Hvernig fjölgum við konum í dómarastétt?
Þessum spurningum verður reynt að svara á málþinginu, m.a. í vinnuhópum þar sem allir hafa möguleika á þátttöku.
Niðurstöður hópavinnunnar verða birtar eftir að hópavinnu lýkur.
Forystumenn þessa málaflokks hjá ofangreindum sérsamböndum verða í panel í lok málþingsins.
Skráning er í síma 514-4000 eða á linda@isi.is Í boði verður kaffi og léttar veitingar.
Allar frekari uppl. gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is
Dagskrá málþingsins
17.00 Ávarp/setning
17.05 Sameiginlegir þættir
17.15 Fulltrúar íþróttagreinanna - kynning
17.40 Skilgreining hópavinnu
17.45 Hópavinna
A) Hvernig geta íþróttagreinar unnið betur saman í dómaramálum?
B) Hver er áhrifamáttur og ábyrgð
a) Þjálfara?
b) Fjölmiðla?
C) Hvernig fjölgum við dómurum og höldum þeim í starfi (hindrum brottfall)?
D) Yfir hvaða eiginleikum þarf íþróttadómari að búa yfir?
E) Hvernig fjölgum við konum í dómarastétt?
18.45 Kaffihlé
18.55 Niðurstöður hópavinnu
19.25 Fyrirspurnir og umræður - (Panell)
19.50 Samantekt
20.00 Málþingslok