Strákarnir í meistaraflokki unnu Fjölni örugglega, 28-16 á föstudaginn. Selfyssingar færðust upp í 4. sætið með sigrinum en þurfa sigur í lokaumferðinni ætli þeir sér að halda sætinu.
Selfyssingar voru mun betri aðilinn gegn Fjölni og leiddu 16-6 í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafnari en sigurinn aldrei í hættu.
Atli Kristinsson var markahæstur með átta mörk. Næstur honum kom Matthías Halldórsson með sjö mörk og stóð sig vel í vörninni. Guðni Ingvarsson skoraði fimm, Hörður Bjarnarson fjögur og þeir Trausti Eiríksson og Gunnar Ingi Jónsson skoruðu tvö mörk hvor.
Helgi Hlynsson var heitur í markinu og varði 27 skot, þar af 21 í fyrri hálfleik eða 77% markvörslu. Andri Einarsson stóð sig einnig vel, varði sex skot og var með 54% markvörslu.