Þessi úrslit þýða að Víkingur er orðinn deildarmeistari enda bara búnar að tapa 1 leik. Selfoss hins vegar hefur tapað 3 leikjum (2 fyrir Víking og 1 fyrir Fylki). Selfoss var eina liðið sem gat náð Víkingi en til þess þá hefðu okkar stelpur þurft að vinna leikinn minnst með 3 mörkum til þess að hafa betur í innbyrðisviðureignum liðanna.
Leikurinn var skemmtilegur og jafn allan tímann og fyrri hálfleikur var svo jafn að aldrei var meira en 1 marks munur á liðunum. Staðan í hálfleik var 15-15. Í upphafi síðari hálfleiks náðu okkar stelpur góðum kafla og komust í 22-19 og þá var komið tækifæri til þess að ná markmiðinu sem var að vinna með þeim 3 mörkum sem liðið þurfti að vinna með til að eiga sjéns á titlinum. En Víkingar náðu að jafna aftur 27-27 og síðan urðu lokamínúturnar æsispennandi sem enduðu með 1 marks sigri gestanna 28-29. Selfoss fékk tækifæri til þess að jafna í síðustu sókn leiksins en misstu boltann og því fór sem fór. Á síðustu 5 mín. leiksins áttu stelpurnar 4 skot sem enduðu í tréverkinu og það má með sanni segja að þetta hafi farið stöngin út að þessu sinni.
En liðið er ungt að árum og á framtíðina fyrir sér og þessi vetur er gríðarleg reynsla fyrir stelpurnar og leggur góðan grunn að framtíðinni. Gaman var að sjá hversu óhræddar stelpurnar úr 4. og 3. flokki voru á móti langbesta liði deildarinnar.
Nú á liðið 2 leiki eftir gegn sterkum andstæðingum á útivelli og vonandi að þeir leikir vinnist því að enn er verið að keppa um sæti fyrir úrslitakeppnina. Fjögur efstu liðin mætast í þeirri keppni í lok mars og þótt stelpurnar hafi þegar tryggt sæti í keppninni þá það er auðvitað kappsmál að enda deildina eins ofarlega og kostur er.
Næsti leikur liðsins er næsta laugardag á móti Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Helsta tölfræði:
Hanna 8 mörk, 10 stoðsendingar og 8 brotin fríköst
Þurý 8 mörk
Thelma Sif 5 mörk, 1 stoðsending og 6 brotin fríköst
Helga 3 mörk og 3 brotin fríköst
Hildur 1 mark, 4 stoðsendingar og 9 brotin fríköst
Gerður 1 mark
Thelma Björk 1 mark og 2 stoðsendingar
Alexandra 1 mark og 1 borið fríkast
Sigrún 5 brotin fríköst
Guðrún 2 brotin fríköst
Heiðrún 1 brotið fríkast
Ásdís varði 19 skot
Áfram Selfoss