3-flkkc
Ekki nóg með að Viðar Örn Kjartansson og Jón Daði Böðvarsson hafi verið í eldlínunni með A-landsliðinu í þessari viku, þá hafa einnig nokkrir ungir leikmenn fengið boð um taka þátt á æfingum á vegum yngri landsliða Íslands.
Martin Bjarni Guðmundsson og Guðmundur Axel Einarsson voru boðaðir á úrtaksæfingar með U17 (2001 hópur) sem fara fram núna um næstu helgi.
Einnig er Anton Breki Viktorsson boðaður á æfingar hjá U17 (2000 hóp) vegna undirbúnings U17 ára liðs Íslands fyrir undankeppni EM sem fer fram í Ísrael í lok mánaðarins.
Óskum þessum drengjum til hamingju með þennan árangur.