Óskar fékk silfurmerki KSÍ

Knattspyrna Óskar Silfurmerki KSÍ
Knattspyrna Óskar Silfurmerki KSÍ

Í tilefni af 60 ára afmæli knattspyrnudeildar Selfoss fékk Óskar Sigurðsson fyrrverandi formaður deildarinnar afhent silfurmerki KSÍ fyrir óeigingjarnt starf sitt sem formaður deildarinnar síðastliðin ár. Óskar bætist í fríðan hóp Selfyssinga sem hafa hlotið silfurmerki en það eru bræðurnir Einar og Sveinn Jónssynir, Gylfi Þ. og Björn Ingi Gíslasynir ásamt syni hans Kjartani, Þórarinn Ingólfsson, Bárður Guðmundarson, Hermann Ólafsson, Anton Sigurjón Hartmannsson og Jón Steindór Sveinsson.

---

Það var Selfyssingurinn brosmildi Tómas Þóroddsson (t.v.) stjórnarmaður í KSÍ sem nældi merkinu í Óskar sem ekki gat varist brosi.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ