Selfoss 2 í 3. flokki lék gegn Fram um helgina. Fór svo að Framarar höfðu sigur 25-23 eftir að Selfyssingar höfðu verið öflugri framan af leik. Jafnt var í hálfleik 14-14.
Selfyssingar léku frábæran sóknarleik í fyrri hálfleik og flest allt gekk upp. Skytturnar voru sjóðandi heitar en varnarleikurinn gekk ekki nægilega vel þar. Í síðari hálfleik snérist dæmið við. Varnarleikur Selfyssinga batnaði en sóknarleikurinn datt algjörlega út og átti liðið afar erfitt með að skora lengst af í síðari hálfleik. Leikmenn skutu þá einhæft á markið og sá markvörður Framara við því.
Næsti leikur Selfoss-2 er á föstudaginn kl. 21:00 gegn HKR.