Selfoss 2 í 3. flokki sigraði Gróttu á sunnudaginn líkt og A-liðið gerði. Leikurinn endaði 23-22 en Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn.
Selfoss náði snemma í fyrri hálfleik þriggja marka forskoti en Grótta komst þá nær Selfyssingum og eins marks munur í hálfleik 13-12. Í síðari hálfleik komust strákarnir fjórum mörkum yfir og var Selfoss yfir allt til enda. Undir lokin minnkuðu Gróttumenn muninn í 23-22 en þeir komust ekki lengra og það lokatölurnar.
Varnarlekurinn var öflugur hjá Selfoss í leiknum, sérstaklega í byrjun leiks og í síðari hálfleiknum. Sóknin var fín á köflum og markaskorun að dreifast ágætlega. Andinn í liðinu var góður, þá aðallega í síðari hálfleik og gerði það gæfumuninn.