Fyrir stuttu urðu okkar menn í 2. flokki bikarmeistarar er þeir lögðu Valsmenn að velli 32 - 29. Í hálfleik var jafnt 15 - 15. Selfoss lék sterka vörn í leiknum og skynsama og vel útfærða sókn. Þá var hugarfar og barátta til fyrirmyndar. Glæsilegir drengir að uppskera glæsilega! Nú er vonandi að þetta skili sér upp í meistaraflokk og þá er þessum drengjum allir vegir færir. Þarna eru leikmenn framtíðarinnar. Þessir drengir sjá eflaust ekki eftir því að hafa haldið tryggð við sitt félag og ekki síst nú eftir að þeir uppskera loksins titil eftir mörg vonbrigði áður og mikið strit. Þeir eru nú komnir með titil í hús sem verður ekki af þeim tekinn.
Mörk: Matti 12, Janus 8, Maggi 4, Andri 3, Einar 2, Trausti 2, Siggi 1, Felix fiskaði víti og allir aðrir stóðu fyrir sínu. Sverrir varði 11 og fékk á sig 19 og Helgi varði 6 og fékk á sig 10.