Selfyssingar mættu 3. deildarliði KB í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins á Selfossi þann 25. júní sl. Selfoss vann tiltölulega auðveldan 4:0 sigur og komst þar með í 8-liða úrsit í fyrsta sinn síðan 1990.
Selfyssingar sóttu látlaust í leiknum en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 24. mín er Jón Daði skoraði með góðum skalla. Ólafur Karl Finsen bætti öðru marki við fimm mínútum síðar, einnig með skalla. Staðan í hálfleik var 2:0. Abdoulaye Ndiaye skoraði svo 3. markið á 78. mín en lokaorðið átti Jon Andre Royrane er hann hamraði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Joe Tillen.
Selfoss mætir Þrótti R. í 8-liða úrslitum á Valbjarnarvelli sunnudaginn 8. júlí og hefst leikurinn kl. 19:15.
Aðrir leikir í 8-liða úrslitum eru:
ÍBV - KR
Víkingur R. - Fram
Stjarnan - Grindavík
-ög