Handbolti - Ragnarsmótið Elvar Örn
Selfyssingar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Haukum í Olís-deildinni í gær. Strákarnir okkur fóru í Hafnarfjörðinn þar sem Haukar sýndu þeim hvar Davíð keypti ölið, lokatölur 40-30 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik var 22-14.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Einar Sverrisson og Sverrir Pálsson skoruðu 5, Guðjón Ágústsson 4, Hergeir Grímsson 3 og þeir Magnús Öder Einarsson, Árni Steinn Steinþórsson, Alexander Egan, Teitur Örn Einarsson og markvörðurinn Einar Vilmundarson skoruðu allir eitt mark.
Einar varði 7 skot í marki Selfoss og Helgi Hlynsson 6.
Að loknum leik er Selfoss í 5. sæti deildarinnar með 12 stig og taka á móti Fram í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 24. nóvember klukkan 19:30.
---
Elvar Örn var markahæstur Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson