Taekwondo - Ingibjörg Erla Íslandsmeistari
Síðastliðinn laugardag fór Íslandsmótið í bardaga 2016 fram í Keflavík og sendi taekwondodeild Umf. Selfoss fjórtán keppendur. Selfoss hafnaði í öðru sæti í liðakeppninni og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir var valin kvenkeppandi mótins.
Keppt var í tveimur deildum þ.e. úrvalsdeild og 1. deild og eftirfarandi er árangur Selfyssinga:
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir Íslandsmeistari í senior -67 kg flokki kvenna
Björn Þorleifur Þorleifsson Íslandsmeistari í senior +80 kg flokki karla
Sigurður Gísli Christensen Íslandsmeistari í cadet -61 kg flokki karla
Brynjar Logi Halldórsson Íslandsmeistari í cadet -57 kg flokki karla
Kristín Sesselja Róbertsdóttir Íslandsmeistari í senior -67 kg flokki kvenna
Daði Magnússon Íslandsmeistari í junior +73 kg flokki karla
Kristín Björg Hrólfsdóttir 2. sæti í +67 kg flokki kvenna
Dagný María Pétursdóttir 3. sæti í +67 kg flokki kvenna
Björn Jóel Björgvinsson 2. sæti í cadet -61 kg flokki karla
Ástþór Eydal Friðriksson 3.-4. sæti í senior -80 kg flokki karla
Sigurjón Bergur Eiríksson 3.-4. sæti senior -80 kg flokki karla
Aldís Freyja Kristjánsdóttir 3.-4. sæti í cadet +59 kg flokki kvenna
Einar Þór Sigurjónsson 3. sæti í cadet -49 kg flokki karla
Þorsteinn Ragnar Guðnason 3.-4. sæti í cadet -45 kg flokki karla
Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu TKÍ.
---
Ingibjörg Erla með verðlaunin sín á mótinu um helgina.