Selfoss_merki_nytt
Í kvöld tók Selfoss á móti Þrótti í 1.deild karla. Fyrirfram var búst við öruggum Selfoss sigri, en sú varð ekki raunin. Selfyssingar byrjuðu leikinn illa eins og hefur verið vanin hjá liðinu. Þannig 2-3 eftir 5 mínútur. Áfram hélt Þróttur frumkvæðinu og sóknarleikur Selfoss virkilega lélegur. Staðan því 3-4 eftir 10 mínútur. Þá tók Selfoss örlítin kipp og náð loksins frumkvæðinu í leiknum 9-6. Þá bjuggust flestir við að hér myndi skilja á með liðinum. En sú varð ekki raunin Þróttur hélt velli næstu mínúturnar og áfram 3 marka forysta 10-7 og korter búið. Þá byrjaði Þróttur að minka munin hægt og rólega. Saðan var 12-10 eftir 25 mínútur. Selfyssingar hentu boltanum oft á tíðum útaf og sóknirnar flestar mjög hægar og daprar. En Einar Sverrisson skoraði loka mark fyrri hálfleiks með flottu sirkusmarki og hélt Selfoss því forystunni 13-12 í hálfleik. Mikið munaði um flotta frammistöðu Helga Hlynssonar í markinu sem hélt Selfoss á floti.
Síðari hálfleikur hófst rólega og náði Þróttur að jafna leikinn í 15-15 þegar 35 mínútur voru búnar. Áfram hélst leikurinn í miklu jafni og lítið um góðan handbolta staðan því 16-16 eftir 40 mínútur. Loks kom smá neisti í Selfoss liðið og tóku þeir forystuna 18-17. Hægt gekk þó að byggja upp forskotið næstu mínúturnar og staðan 20-18 þegar 50 mínútur voru liðnar. Það skildi ekki margt að liðin næstu mínúturnar þó náði Selfoss að bæta forystuna í 3 mörk og staðan 23-20 í döprum handboltaleik. Selfoss kláraði leikinn af örlitum krafti og að lokum varð 4 marka sigur staðreynd 25-21.
Sigurin í kvöld var langt frá því að vera fallegur en þó nauðsynlegur í baráttunni um 4 sætið. Mikið munaði um frammistöðu Helga í markinu og 8 mörkin sem Einar Sverrisson skoraði. Sigurður Már skilaði líka inn góðri frammistöðu bæðií sókn og vörn. Oft var hann einnig óheppinn með skotin sín. Lykilmenn í liðinu eins og Matthías Örn og Hörður Bjarnarson verða að hugsa sinn gang, fleiri frammistöður eins og í dag og undanfarið munu ekki fleyta liðinu langt. Hinsvegar var sóknarleikurinn hreint út sagt skelfilegur og til skammar. Þessi frammistaða mun ekki duga langt gegn ÍR næsta föstudag. Það er því vonandi að menn hysja upp um sig buxurnar og sýni betri frammistöðu.
Áfram Selfoss!
Tölfræði:
Einar S 8/13, 2 stolnir boltar, 3 tapaðir boltar og 5 brotin fríköst
Hörður M 7/13, 1 stoðsending g 5 brotin fríköst
Sigurður Már 2/6, 2 stoðsendingar, 2 stolnir boltar, 3 varin skot og 3 brotin fríköst
Gústaf L 2/4, 1 tapaður bolti og 1 frákast
Einar Pétur 2/3, 1 stoðsending og 1 frákast
Matthías Örn 1/4, 3 stoðsendingar, 2 tapaðir boltar, 2 brotin fríköst
Andri Már 1/2 og 1 frákast
Gunnar Ingi 1/3, 1 stoðsending og 1 brotið fríkast
Örn Þ 1/2, 1 frákast og 1 brotið fríkast
Hörður Gunnar 0/1, 2 tapaðir boltar og 1 brotið fríkast
Ómar Vignir 1 varið skot, 1 frákast og 7 brotin fríköst
Markvarsla:
Helgi varði 24 skot og fékk á sig 21 (53%)