Silfurleikar ÍR 2012
Nærri 50 Selfyssingar eru skráðir til leiks á Silfurleika ÍR sem fram fara í Laugardalshöll um helgina. Þetta er eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins sem haldið er til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Þetta er í 18 sinn sem þetta mót er haldið. Metþátttaka er í mótinu að þessu sinni, en 730 keppendur eru skráðir til leiks frá 29 félögum. Skráningar eru alls 2175. Þessi mikla þátttaka sýnir að frjálsíþróttir eru greinilega í sókn, en fyrra aðsóknarmet var 2012.
Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.