Spennuleikur á Hlíðarenda

handbolti-perla-ruth-albertsdottir
handbolti-perla-ruth-albertsdottir

Selfyssingar sóttu Valskonur heim í Olís-deildinni á laugardag.

Stelpurnar okkar veittu Valskonum hörkukeppni lengst af í fyrri hálfleik og ekki munaði nema einu marki í hálfleik, 12-11. Það voru hins vegar heimastelpur sem kláruðu þennan leik  í seinni hálfleik, lokatölur 29-26.

 

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is og á vefnum FimmEinn.is má finna viðtal við Sebastian Alexandersson þjálfara Selfoss.

Hjá Selfyssingum voru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir markahæstar með 7 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu 4 mörk, Carmen Palamariu 2 mörk og Dijana Radojevic og Hulda Dís Þrastardóttir 1 mark hvor.

Selfoss er í 7. sæti deildarinnar með 4 stig að loknum tíu umferðum. Nú er komið frí í Olís-deild kvenna en næsti leikur Selfoss er laugardaginn 14. janúar árið 2017 þegar ÍBV kemur í heimsókn á Selfoss.

---

Perla Ruth var markahæst í leiknum ásamt Hrafnhildi Hönnu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson