Harpa Sólveig Brynjarsdóttir
Selfoss tapaði gegn Valskonum á útivelli í dag, 28-13, en liðin mættust í annað skipti á tveimur vikum og tapaðist sá leikur 30-14. Annan leikinn í röð voru þær Hrafnhildur Hanna, Perla Ruth og Kristrún Steinþórsdóttir meiddar en ungar og efnilegar stelpur fengu að spreyta sig í staðinn.
Leikurinn varð aldrei spennandi og höfðu Valskonum yfirhöndina allan leikinn, hálfleikstölur voru 16-8 og lokatölur urðu 28-13.
Ída Bjarklind Magnúsdóttir var markahæst með 4 mörk, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir og Rakel Guðjónsdóttir skoruðu allar 2 mörk. Agnes Sigurðardóttir, Elín Krista Sigurðardóttir og Arna Kristín Einarsdóttir voru allar með 1 mark hver.
Viviann Petersen varði 11 skot í marki Selfoss (28%).
Selfyssingar sitja sem fastast í 6.sæti með 7 stig. Næsti leikur er heimaleikur gegn Haukum eftir rúma viku, þann 13.febrúar. Við hvetjum alla Selfyssinga til að mæta og styðja stelpurnar okkar!
Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is og Mbl.is. Leikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Harpa Sólveig skoraði 2 mörk og stóð sig vel í vörninni
Jóhannes Á. Eiríksson.