Stelpurnar stigalausar

Handbolti - Hrafnhildur Hanna gegn FH
Handbolti - Hrafnhildur Hanna gegn FH

Selfoss tók á móti Val í þriðju umferð Olís-deildar kvenna á Selfossi á laugardag.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en Valskonur ávallt skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 10-11. Valsstúlkur komu sterkar inn í seinni hálfleik og náðu fjögurra marka forystu 11-15 og í framhaldi af því sex marka forystu 15-21. Heimakonur náðu ítrekað að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins en herslumuninn vantaði. Lokatölur tveggja marka sigur Vals, 25-27.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 11 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Margrét Katrín Jónsdóttir 4, Adina Ghidoarca 3 og Kristrún Steinþórsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir eitt hvor.

Stelpurnar eru enn sem komið er án stiga í deildinni en stefna á að bæta úr því í Vestmannaeyjum þegar þær kljást við ÍBV laugardaginn 1. október kl. 13:30.

---

Hrafnhildur Hanna skoraði nærri helming marka Selfoss.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson