Styðjum stelpurnar í lokabaráttunni

knattspyrna-sharla-passariello
knattspyrna-sharla-passariello

Stelpurnar okkar tóku á móti Valskonum í Pepsi-deildinni á JÁVERK-vellinum á laugardag.

Jafnræði var með liðunum framan af leiknum en gestirnir skoruðu tvö mörk á lokakafla fyrri hálfleiks og bættu því þriðja við í upphafi þess seinni. Sharla Passariello klóraði í bakkann fyrir Selfyssinga þegar hún minnkaði muninn í 1-3 á 70. mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Fyrir lokaumferðina er lið Selfoss hársbreidd frá fallsæti með betra markahlutfall en KR, bæði lið með 12 stig. Stelpurnar fara í Árbæinn og glíma við Fylkiskonur, sem eru stigi ofar í deildinni, í lokaleik sumarsins föstudaginn 30. september kl. 16:00.

Stelpurnar hvetja stuðningsmenn liðsins til að fjölmenna í Árbæinn og styðja liðið í lokabaráttunni fyrir sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári.

---

Sharla skoraði sitt fyrsta mark fyrir Selfoss.