hsk_fjarmalathing2014_sveittadsafnapeningum
Héraðssambandið Skarphéðinn mun halda málþing um fjármál hreyfingarinnar í Selinu á Selfossi miðvikudaginn 29. október frá kl. 18:00 - 21:00.
Á málþinginu, sem fram fer undir yfirskriftinni Sveitt að safna peningum, verða meðal annars kynntir samstarfssamningar íþróttafélaga við sveitarfélög, getraunastarf, styrktar- og samstarfssamningar, fjáraflanir og sjóðir sem félög geta sótt í.
Skráningar þurfa að berast fyrir 28. október á netfangið hsk@hsk.is eða í síma 482-1189.
Formenn, gjaldkerar og allir þeir sem koma að fjármálum íþrótta- og ungmennafélaga eru eindregið hvattir til að mæta.
Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis og HSK býður upp á mat í matarhléi.
Dagskrá málþingsins
18:00 Setning
Guðríður Aadnegard, formaður HSK
18:05 Samstarfssamningar íþróttafélaga við sveitarfélög
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Árborgar
Örn Guðnason, varaformaður HSK
Umræður og fyrirspurnir
18:45 Getraunastarf – skemmtileg leið til fjáröflunnar
Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri getraunadeildar Íslenskra getrauna
Umræður og fyrirspurnir
19:20 Matarhlé
Matur í boði HSK
19:50 Hvernig ná félög í styrktar- og samstarfaðila?
Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri landsmóta UMFÍ
Umræður og fyrirspurnir
20:20 Fjáraflanir félaga og deilda
Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri fimleikadeildar Umf. Selfoss
Umræður og fyrirspurnir
20:40 Í hvaða sjóði getum við sótt í og hvernig?
Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK
Umræður og fyrirspurnir
21:00 Fundarslit
Allir velkomnir og það kostar ekkert að mæta.