mummi-thorir-og-kirsten
Þórir Hergeirsson var í gær sæmdur gullmerki Ungmennafélags Selfoss fyrir einstakan árangur sem landsliðsþjálfari Noregs í handbolta.
Guðmundur Kristinn Jónsson formaður Umf. Selfoss krækti gullmerki félagsins í barm Þóris fyrir stórkostleg afrek með landsliði Noregs. Hann náði þeim einstaka árangri í ár að vinna til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó auk þess sem hann varð Evrópumeistari með liði sínu nýverið.
Þórir er án efa sá íslenskur þjálfari sem bestum árangri hefur náð með lið sitt í ár og frá upphafi tímatalningar ef út í það er farið, um það bera sex heimsmeistara-, Evrópumeistara- og Ólympíutitlar ótvírætt vitni.
Þórir er sannur Selfyssingur sem ber hróður Selfoss víðar en flestir hafa gert.
MM
---
Guðmundur Kristinn formaður Umf. Selfoss, Þórir Hergeirsson og Kirsten Gaard betri helmingur Þóris.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Magnús Matthíasson