Handbolti mfl.karla 2013-2014
Selfoss vann yfirburða sigur á liði Þróttar í kvöld. Það tók Selfoss nokkrar mínútur að komast í gang í upphafi leiks og komust Þróttarar yfir í stöðunni 4-2 en þá tóku okkar strákar við sér og var staðan orðin 5-9 þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan í hálfleik var 9-18 fyrir Selfoss. Forystan jókst enn frekar í seinni hálfleik en mestur var munurinn 14 mörk í stöðunni 16-30. Þróttur var lítil fyrirstaða fyrir Selfoss en leikur Þróttar var frekar hægur og virtist á köflum allur vindur úr þeim. Allir leikmenn Selfoss fengu góðan spiltíma og skiptu ellefu leikmenn á milli sín markaskorun. Lokatölur 21-34 og tvö góð stig í hús. Selfoss situr áfram sem fastast í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki.
Markaskorun: Atli Kristinsson 7, Andri Már 4, Einar Sverrisson 4, Atli Hjörvar 4, Jóhannes Snær 3, Hergeir Grímsson 3, Gunnar Ingi 3, Jóhann Erlingson 2, Haukur Hjaltason 2, Magnús Már 1, Egidijus 1.
Sverrir Andrésson varði vel í markinu.