Tíu ungir leikmenn í sigurliði Selfoss

Knattspyrna - Haukur Ingi
Knattspyrna - Haukur Ingi

Selfyssingar áttu ekki í neinum vandræðum með Fjarðabyggð þegar liðinu mættust í lokaumferð Lengjubikars karla á JÁVERK-vellinum á laugardag.

Fjarðabyggð missti mann af velli með rautt spjald á 19. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Arnór Gauti Ragnarsson fyrir Selfoss. Staðan í hálfleik var 1-0, en snemma í þeim seinni bættu Haukur Ingi Gunnarsson og Ragnar Þór Gunnarsson við mörkum fyrir Selfyssinga. Arnór Ingi Gíslason skoraði síðan fjórða og síðasta mark Selfyssinga á 78. mínútu og lokatölur 4-0 fyrir heimamenn.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Þetta var góður sigur og fyrstu stig Selfyssinga í Lengjubikarnum og endaði liðið með þrjú stig í riðlinum. Góður sigur hjá strákunum okkar en merkilegast er kannski að af sautján leikmönnum sem komu við sögu í leiknum eru tíu fæddir árið 1995 eða síðar og sá yngsti árið 1998.

---

Haukur Ingi var einn fjögurra leikmanna sem komust á blað um helgina.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð