Umf. Selfoss - Tómstundamessa
Tómstundamessa Árborgar fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla miðvikudaginn 29. ágúst. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.
Á tómstundamessunni verður hægt að kynna sér þau fjölmörgu námskeið og æfingar sem standa til boða fyrir börn og unglinga í Sveitarfélaginu Árborg. Má þar nefna meðal annars frítímastarf skáta, björgunarsveita, tónskóla, félagsmiðstöðvar og kirkju auk þess sem fjölmargar íþróttagreinar verða kynntar.
Tómstundamessan verður í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum sem fram fer milli kl. 9:00 og 13:30 munu allir nemendur í grunnskólum Árborgar fylgja umsjónarkennurum sínum í íþróttahús Vallaskóla. Seinni hlutinn sem fram fer milli kl. 16:00 og 18:00 verður ætlaður foreldrum sem geta komið með börnum sínum til að kynna sér fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu. Allir eru velkomnir en við bjóðum börn á grunnskólaaldri sem og börnum í elstu deildum leikskóla sérstaklega velkomin ásamt foreldrum og forráðamönnum þeirra.
Jafnframt verður hægt að ganga frá skráningu og greiðslu á námskeið vetrarins.
Ekki láta þetta tækifæri framhjá ykkur fara til að kynnast öllu því tómstundastarfi sem er í boði fyrir barnið þitt í Sveitarfélaginu Árborg.
---
Áhugasamir iðkendur á tómstundamessu síðastliðið vor.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur