hsk_rgb
Unglingamót HSK í sundi fer fram í innilauginni í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 1. nóvember n.k. Mótið hefst kl. 10.00 en upphitun byrjar kl. 9.15. Mótinu ætti að vera lokið um og upp úr hádegi en það fer eftir fjölda keppenda.
Mótið er ætlað 14 ára og yngri keppendum en eldri krakkar mega að sjálfsögðu keppa en þau synda ekki til stiga fyrir félögin sín.
Alls verður keppt 24 greinum á mótinu í eftirfarandi þremur aldursflokkum: Hnátur og hnokkar eru 10 ára og yngri (2005 og yngri), sveinar og meyjar eru 11-12 ára (2003 - 2004) og telpur og drengir eru 13-14 ára (2001 - 2002).
Skráningar eru á ábyrgð þjálfara og skulu berast til skrifstofu HSK á netfangið hsk@hsk.is eigi síðar en um miðnætti sunnudagskvöldið 25. október 2015. Sjá nánar á www.hsk.is.
Foreldrar munið að mótið gengur ekki nema með ykkar aðstoð og það mun vanta tímaverði og í fleiri störf á bakkanum. Góða skemmtun.