ksi-merki
Selfyssingar tóku á móti Haukum á JÁVERK-vellinum í 1. deildinni í gær. Liðin voru fyrir leik jöfn að stigum um miðja deild og því búist við jafnri og spennandi viðureign.
Allt benti þó til þess að Selfysingar myndu landa öruggum sigri slíkir voru yfirburðirnir í fyrri hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki neitt og endaði fyrri hálfleikur markalaus. Þrátt fyrir að seinni hálfleikur væri jafnari var það sem blaut tuska í andlit heimamanna þegar Haukar skoruðu tvö mörk með skömmu millibili seint í leiknum. Selfyssinar áttu ekkert mótsvar og máttu sætta sig við tap á heimavelli.
Að loknum níu umferðum eru Selfyssingar í áttunda sæti deildarinnar með 11 stig. Næsti leikur Selfoss er gegn KA fyrir norðan föstudaginn 11. júlí kl. 18:15.
Fjallað var um leikinn á vef Sunnlenska.is.