04.07.2019
Línumaðurinn Katla Björg Ómarsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Katla er aðeins 21 árs og gríðarlega duglegur og metnaðarfullur leikmaður.
04.07.2019
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 22. ágúst, föstudaginn 23. ágúst og laugardaginn 24. ágúst. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 19:30 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Föstudaga
Klukkan 15:45 sundskóli (börn sem fara í skóla núna í haust og næsta haust eða eldri).
Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn)
Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn)
Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga
Klukkan 9:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða)
Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára)
Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á og í síma 848-1626.
Guðbjörg H.
01.07.2019
Þrjú ungmenni frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í Gautaborgarleikunum í frjálsum íþróttum sem haldnir voru dagana 28.-30.júní í Gautaborg. Mótið er mjög fjölmennt og sterkt og virkilega vel að því staðið. Eva María Baldursdóttir, 16 ára, stökk 1.71m í hástökki og náði þeim frábæra árangri að vinna til silfurverðlauna.
01.07.2019
Markmaðurinn Sölvi Ólafsson hefur framlengt við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Sölvi hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012. Hann fór svo aðeins að skoða heiminn þegar hann gekk í Aftureldingu árið 2015. Sumarið 2017 kom Sölvi svo aftur heim á Selfoss þar sem hann hefur spilað síðan. Við fögnum því að Sölvi haldi sinni vegferð áfram á Selfossi.Mynd: Sölvi stendur keikur, tilbúinn í að verja Hleðsluhöllina.
Umf.
27.06.2019
Meistaraflokki kvenna hefur borist liðsstyrkur frá Danaveldi. Markmaðurinn Henriette Østergaard hefur samið við Selfoss til tveggja ára. Henriette er tvítug og kemur úr yngri flokka starfi Elitehåndbold Aalborg sem er félag í efstu deild í dönskum kvennahandbolta.Við bjóðum Henriette hjartanlega velkomna á Selfoss.
26.06.2019
Í síðustu viku var Grímur Hergeirsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Nú hefur verið gengið frá öðrum stöðum í þjálfarateyminu. Þórir Ólafsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari síðustu þrjú ár hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. Örn Þrastarson kemur inn í teymið og verður hægri hönd Gríms. Örn er jafnframt þjálfari mfl.
25.06.2019
Vormót ÍR fór fram á Laugardalsvelli 25.júní. Þrír keppendur frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í mótinu og stóðu sig með miklum ágætum. Eva María Baldursdóttir sigraði hástökk í kvennaflokki með því að stökkva léttilega yfir 1.70m og hún reyndi síðan við 1.76m og átti fínar tilraunir.
25.06.2019
Í júlí verður haldið styrktar- og hreyfifærninámskeið fyrir krakka fædda 2004-2007 í Hleðsluhöllinni. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri.Yfirþjálfari er Rúnar Hjálmarsson og honum til aðstoðar verður Sólveig Erla Oddsdóttir leikmaður Selfoss.Á námskeiðinu mun Rúnar fara með krakkana í alhliða styrktar- og liðleikaþjálfun og vinna í fyrirbyggjandi styrktaræfingum.
24.06.2019
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 11-14 ára fór fram á Laugardalsvelli við góðar aðstæður helgina 22.-23.júní sl.
24.06.2019
Sverrir Pálsson mun spila áfram með Selfoss en Sverrir framlengdi á dögunum við handknattleiksdeildina til tveggja ára. Sverrir er einn af þeim leikmönnum sem kom Selfoss upp um deild á sínum tíma og hefur verið lykilmaður í vörn síðan.