Brynja framlengir við Selfoss

Það var blásið til flugeldasýningar á Selfossvelli í dag þegar Brynja Valgeirsdóttir skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Brynja, sem er 25 ára gömul, hefur verið lykilmaður í liði Selfoss á undanförnum árum og var varafyrirliði liðsins á nýliðnu tímabili þar sem hún átti gott sumar í hjarta varnarinnar.

Nökkvi Dan til Selfoss

Nökkvi Dan Elliðason hefur gert eins og hálfs árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.  Nökkvi, sem er uppalinn Eyjamaður, kemur frá norska úrvalsdeildarliðinu Arendal.  Hann er 21 árs gamall miðjumaður en getur leyst allar stöður fyrir utan.  Handknattleiksdeildin er feykilega ánægð með komu Nökkva og mun hann verða góð styrking við hóp meistaraflokks karla sem er í toppbaráttu í Olísdeildinni nú um mundir.Mynd: Nökkvi Dan ásamt Þóri Haraldssyni, formanni deildarinnar Umf.

Perla Ruth og Elvar Örn íþróttafólk Árborgar 2018

Þau Perla Ruth Albertsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru kosin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar árið 2018, annað árið í röð. Kjörinu var lýst á verðlaunahátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar í hátíðarsal FSu í gærkvöldi.

Toyota Selfossi styrkir handboltann

Toyota Selfossi hefur endurnýjað styrktarsamning sinn við handknattleiksdeildina, en Toyota hefur verið dyggur styrktaraðili deildarinnar á undanförnum árum.

Gleðileg jól!

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss óskar öllum stuðningsmönnum, iðkendum, foreldrum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Knattspyrnudeildin óx á árinu og er stærsta deild innan Umf.

Grace Rapp áfram á Selfossi

Knattspyrnudeild Selfoss hefur gert nýjan samning við enska miðjumanninn Grace Rapp og mun hún spila með liði Selfoss á komandi sumri.Rapp, sem er 23 ára gömul, gekk í raðir Selfoss í júlíglugganum á síðasta tímabili og náði á skömmum tíma að stimpla sig inn sem einn af öflugustu miðjumönnum Pepsideildarinnar.Það er því mikið fagnaðarefni fyrir Selfyssinga að Grace verði áfram í okkar röðum.Áður lék hún við góðan orðstír með Miami Hurricanes sem er skólalið Miami University.

Handboltablað Selfoss komið út

Nú ættu allir á Selfossi, í það minnsta, að vera komin með  í hendurnar. Það er veglegt að vanda og mikið af skemmtilegu efni í því, m.a.

Handknattleiksdeildin óskar öllum gleðilegra jóla

Handknattleiksdeild Selfoss óskar öllum þeim stuðningsmönnum, styrktaraðilum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Liðið ár hefur verið viðburðaríkt í handboltanum.

Árni Steinn valinn í úrvalslið fyrri hluta deildarinnar

Árni Steinn Steinþórsson var valinn í úrvalslið fyrri hluta Olísdeildar karla á dögunum. Úrvalsliðið var tilkynnt í þættinum  og voru verðlaunin valin í samstarfi við HSÍ og Olís.Í kvennaflokki var það Íris Björk Símonardóttir leikmaður Vals sem kjörin var besti leikmaður fyrri hlutar.

Pakkaþjónusta jólasveinanna í Ingólfsfjalli

Líkt og undanfarin ár mun Ungmennafélag Selfoss aðstoða við pakkaþjónustu jólasveinanna fyrir þessi jól en jólasveinarnir hafa lengi séð um að bera út pakka á Selfossi á aðfangadagsmorgun milli kl.