Starfsfólk í íþrótta- og útivistarklúbbinn

Eins og undanfarin ár verður Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir öll börn fædd 2008-2012, í fullum gangi í sumar. Klúbburinn er starfræktur á vegum Ungmennafélags Selfoss í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.Klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumarnámskeið fyrir hressa krakka. Markmið námskeiðanna er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap.

Emma Higgins í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur gert eins árs samning við markvörðinn Emmu Higgins, sem kemur til félagsins frá Grindavík. Emma er reyndur markvörður en hún er einnig markvörður Norður-Írska landsliðsins.

Silfur hjá U-16 á Vrilittos Cup

U-16 ára landslið Íslands lenti í öðru sæti á Vrilittos Cup í Aþenu um helgina eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Króötum. Þeir Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson og Reynir Freyr Sveinsson eru allir í lykilhlutverkum í liðinu og stóðu sig gríðarlega vel, Reynir Freyr skoraði 11 mörk, Ísak 9 og Tryggvi 6 mörk.Einnig er Örn Þrastarson aðstoðarþjálfari liðsins og Mílan-drengurinn Ketill Heiðar Hauksson sjúkraþjálfari liðsins. Við óskum strákunum að sjálfsögðu til hamingju með silfrið Úrslit leikjanna Ísland 26 - 28 Bosnía & Hersegóvína Ísland 28 - 21 Rúmenía Ísland 26 - 25 Króatía Undanúrslit: Ísland 25 - 24 Ísrael Úrslit: Ísland 20 - 21 Króatía.

Fyrst og fremst ætlum við að verða betri í handbolta

Meistaraflokkur kvenna lauk keppni í Olísdeild kvenna um miðjan marsmánuð. Þær höfnuðu í 6.sæti deildarinnar með 9 stig eftir fjóra sigurleiki, eitt jafntefli og 16 tapleiki.

Úrvalshópur FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands velur tvisvar sinnum á ári úrvalshóp úr hópi unglinga 15-19 ára þar sem markmiðið er að skapa umhverfi þar sem íþróttir snúast um meira en bara keppni og árangur.

Perla með landsliðinu gegn Slóveníu

Íslenska A-landsliðið mætti Slóveníu í tveimur leikjum í undankeppni EM kvenna sem fram fer í Frakklandi í lok árs. Perla Ruth Albertsdóttir er í landsliðshópnum.Fyrri leikurinn fór fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 21.mars.

Selfoss mun ekki áfrýja úrskurðinum

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss lýsir undrun sinni yfir þeirri niðurstöðu dómstólsins að félagið eigi ekki aðild að kæru vegna mistaka í framkvæmd leiks sem brjóta klárlega í bága við leikreglur HSÍ og hafa afgerandi áhrif á lokaniðurstöðu deildarkeppni Olisdeildarkeppni karla 2017 -2018.  Ótvírætt er að félagið hefur lögmæta hagsmuni af niðurstöðu málsins og uppfyllir þar með skilyrði 33.

Yfirlýsing vegna kæru leiks Fram og ÍBV

Stjórn handknattleiksdeildar Umf. Selfoss ákvað á fundi hinn 22. mars sl. að kæra framkvæmd leiks Fram og ÍBV  sem fram fór 21. mars sl.  Af upptökum sem birst hafa opinberlega af leiknum er ljóst að ÍBV tefldi fram of mörgum leikmönnum á síðustu sekúndum leiksins, sbr. Af leikreglum HSÍ er ljóst að refsing við broti sem þessu er brottvísun leikmanns og vítakast til handa mótherja.Kröfur kæranda eru að endurteknn verði sá leiktími sem var eftir þegar hið kærða atvik átti sér stað en til vara að leikurinn verði spilaður aftur í heild sinni. Úrslit leiksins ráða því hvort ÍBV eða Umf.

Teitur endar markahæstur í deildinni

Teitur Örn Einarsson endar sem markakóngur Olísdeildar karla 2018 en hann skoraði 159 mörk í 22 leikjum, að meðaltali 7,23 mörk í leik.Á eftir honum kemur Fjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson með 154 mörk og síðan eru þeir Einar Rafn Eiðsson, Hákon Daði Styrmisson og Óðinn Þór Ríkharðsson, allir með 137 mörk.

2. sætið tryggt eftir sigur í síðasta leik í deildinni

Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi, 37-26, í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Deildarmeistaratitillinn féll hins vegar í hendur Eyjamanna eftir dramatískan sigur þeirra á Fram.