16.11.2015
Stelpurnar okkar lutu í gólf í hörkuleik gegn Stjörnunni í Olís-deildinni á laugardag.Selfoss byrjaði leikinn af krafti en smá saman náði Stjarnan yfirhöndinni og leiddi í hálfleik 17-13.
15.11.2015
Selfossdrengir sýndu svo sannarlega hvað í þá er spunnið þegar topplið 1. deildar kom í heimsókn í Vallaskóla sl. föstudag. Stjarnan sat á toppi deildarinnar eftir að hafa unnið alla leiki sína.Selfyssingar komu hrikalega kraftmiklir í þennan leik og hreinlega keyrðu yfir illa áttað lið Garðbæinga.
13.11.2015
Það er skammt stórra högga á milli hjá okkar fólki. Um helgina munu Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Kristín Björg Hrólfsdóttir og Dagný María Pétursdóttir keppa á Paris open sem er svokallað G-klassa mót þ.e.
13.11.2015
Ungmennafélag Íslands veitir ungu fólki sem hyggur á nám við Lýðháskóla í Danmörk styrk fyrir námsárið 2015-2016.
UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn hafa gert með sér samstarfsamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna við Lýðháskóla í Danmörku.
13.11.2015
Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.
12.11.2015
Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 1. nóvember sl.Selfoss vann stigakeppni mótsins með 84 stig og endurheimti þar með titilinn eftir nokkurt hlé.
12.11.2015
Í lok október fóru fram æfingabúðir með Aaron Cook, fremsta taekwondomanni heims, í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Æfingabúðirnar voru mjög vel sóttar og alls tóku 154 iðkendur þátt í æfingunum.Fyrst var almenn æfing þar sem allir iðkendur voru velkomnir en seinna um daginn var svokölluð elite æfing þar sem landsliðsfólk og svartbeltingar mættu.Aaron Cook gaf sér góðan tíma til að spjalla við iðkendur eftir æfingarnar og leyfði krökkunum að teknar yrðu myndir af þeim með honum.
11.11.2015
Selfoss keppir á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fer í Vodafonehöllinni laugardaginn 14. nóvember. Þetta er stór dagur í sögu félagsins þar sem þetta er í fyrsta skipti sem lið Selfyssinga nær inn á Norðurlandamót í fullorðinsflokki en félagið hefur tvisvar sinnum áður keppt á Norðurlandamóti unglinga, árið 2008 í Bergen og 2014 í Garðabæ.
10.11.2015
Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk úr sjö skotum og var markahæstur hjá U-16 ára landsliði Íslands sem tók á móti 18 ára liði Grænlands um helgina.Þá tók Elvar Örn Jónsson þátt í æfingum U-20 landsliðsins og Teitur Örn Einarsson hjá U 18 ára liðinu en þar voru einnig Selfyssingarnir Örn Östenberg og Bjarni Ófeigur Valdimarsson.Það var Örn Þrastarson sem smellti mynd af bróður sínum að loknum leik gegn Grænlendingum.