Haustleikur Selfoss getrauna

Getraunastarfið hjá Selfoss er farið af stað og hefst haustleikur Selfoss getrauna laugardaginn 4. október.Spilaðar verða 10 vikur og að því loknu munu efstu liðin í hvorum riðli keppa til úrslita þann 13.

Guggusund - Ný námskeið 30. október

Ný námskeið í ungbarnasundi - Guggusundi hefjast fimmtudaginn 30. október og föstudaginn 31. október.Skráning er hafin á netfanginu og í síma 848-1626.Eftirfarandi námskeið eru í boði:Fimmtudaga Kl.

Skráningu á þjálfararáðstefnu lýkur í dag

Skráningu á Þjálfararáðstefnu Árborgar 2014 lýkur í dag. Ráðstefnan fer fram í Sunnulækjarskóla 26. og 27. september en þetta er annað árið í röð sem ráðstefnan fer fram og er þemað í ár Gleði – Styrkur – Afrek.Skráning fer fram í netfanginu umfs@umfs.is eða í síma 894-5070.Markmið ráðstefnunnar er margþætt og má þar nefna m.a.

Jafntefli í spennuleik

Selfoss gerði jafntefli við FH 19-19 í fyrsta heimaleik vetrarins í Olísdeildinni í handbolta í gær.Eftir fljúgandi start þar sem Selfoss komst í 7-1 skoruðu FH-ingar fimm mörk í röð.

Sprengimót Óðins

Það voru ellefu hressir krakkar sem tóku þátt í Sprengimóti Óðins á Akureyri helgina 20. og 21. september. Hópurinn lagði af stað frá Tíbrá á föstudeginum og sneri aftur seint á sunnudeginum en gist var í Brekkuskóla á Akureyri.Heilt yfir öðluðust krakkarnir mikla reynslu þar sem þetta var fyrsta alvöru sundmót margra.

Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka hjá knattspyrnudeildinni fer fram laugardaginn 27. september. Það verður sannkölluð fjölskylduhátíð á JÁVERK-vellinum sem hefst með heljarmikilli grillveislu kl.

SS mótið í knattspyrnu

Seinni hluta ágústmánaðar fór SS mótið í knattspyrnu fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi en mótið er fyrir 6. og 7. flokk kvenna.

Sæti í milliriðlum U19 tryggt

Selfoss átti fjóra leikmenn í U19 ára liði Íslands sem lék í undankeppni EM í Litháen í seinustu viku. Þetta voru Hrafnhildur Hauksdóttir, sem jafnframt var fyrirliði liðsins, Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Katrín Rúnarsdóttir og Erna Guðjónsdóttir.Ísland komst áfram í milliriðla eftir sigra á 8-0 og 1-0.

Stelpurnar eru óstöðvandi

Stelpurnar okkar sóttu FH heim í Kaplakrika í gær. Það var nokkurt jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Selfyssingar þó ívið sterkari og leiddu í hálfleik 1-0 með marki Evu Lindar Elíasdóttur.

Þjálfararáðstefna – Skráningu lýkur á fimmtudag

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi á föstudag og laugardag. Þema ráðstefnunnar í ár er gleði, styrkur og afrek.Fyrirlesarar eru Ingi Þór Einarsson kennari við HÍ, Reynar Kári Bjarnason frá Lífi og sál, Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálfari og afrekskona í frjálsum íþróttum, Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara ÍBV og aðstoðarlandsliðsþjálfari í handbolta og Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu.Sunnlenskir þjálfarar eru hvattir til að skrá sig á þessa skemmtilegu og fræðandi ráðstefnu.