23.02.2021
Aðalfundur taekwondodeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 2. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir
Taekwondodeild Umf.
09.12.2020
Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2020 verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 16. desember klukkan 20:00. Fyrirhugað var að halda fundinn í vor og aftur í haust en í bæði skiptin var ákveðið að fresta honum vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19.
Aðalfundur Umf.
19.11.2020
Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi.
16.11.2020
Það er mikið fagnaðarefni að íþróttastarf geti hafist að nokkru leyti á miðvikudag en þá geta börn á leik- og grunnskólaaldri (fædd 2005 og síðar) hafið æfingar með og án snertingar.
10.11.2020
Jako sport á Íslandi verður til 13. desember.Það verður boðið upp á frábær nettilboð á keppnistreyju Umf. Selfoss, félagsgalla, æfingabúnaði, kuldaúlpum, nýjum vetrar vindjakka, húfum og fleiri vinsælum Selfossvörum sem hægt verður að kaupa fyrir gott verð.Vinsamlegast athugið að tilboðsvörur á myndinni hér fyrir neðan er ekki tæmandi, mun meira er á.
30.10.2020
Eftir að nýjar sóttvarnaráðstafanir voru kynntar í dag er ljóst að allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss fellur niður næstu 2-3 vikurnar eða til 17.
18.10.2020
Þrátt fyrir að töluverðar breytingar megi finna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á íþróttastarfi hafa þær ekki áhrif á íþróttastarf á Selfossi.
06.10.2020
Ljóst er að samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra kynnti í kvöld munu ekki hafa áhrif á æfingar Umf. Selfoss sem geta farið fram með hefðbundnum hætti.Sóttvarnarreglur sem ráðherra gaf út gilda bara á höfuðborgarsvæðinu. Því er heimilt að æfa og reyndar líka keppa, í íþróttum utan höfuðborgarsvæðisins.
06.10.2020
Í ljósi hertra samfélagslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 sem meðal annars fela í sér 20 manna fjöldatakmörkun á samkomum þarf að fresta aðalfundi Umf.
04.10.2020
Útlit er fyrir að æfingar hjá Umf. Selfoss verði með hefðbundnu sniði á morgun. Íþróttahreyfingin greinir frá því að ýmsar takmarkanir séu á íþróttastarfi til að hefta útbreiðslu kórónuveiru.