3. flokkur mætti Fram í Safamýri í dag. Vitað var að um erfitt verkefni væri að ræða fyrir Selfoss drengi. Selfyssingar léku á köflum mjög góðan leik og voru nálægt því að ná einhverju út úr leiknum. Leiknum lauk með 32-27 sigri Fram en þegar um tvær mínútur voru eftir var munurinn einungis 1 mark.
Selfoss byrjaði leikinn illa og Fram strax með yfirhöndina. Munurinn var 2-4 mörk upp í stöðuna 12-8. Snéri Selfoss þá leiknum við og jafnt 15-15 í hálfleik. Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Aftur náði Fram fjögurra marka forskoti en Selfoss gafst ekki upp. Liðið minnkaði í 28-27 þegar 2 mínútur og vann boltann í þeirri stöðu. Það gekk þó ekki að jafna og gerðu heimamenn fjögur seinustu mörkin eftir að Selfoss hafi nánast hætt.
Leikurinn var að mörgu leyti mjög fínn hjá Selfoss og sýnir liðinu vonandi hvað er mögulegt. Sóknarleikurinn gekk mjög vel lengst af í leiknum og töluverð framför hjá síðan í fyrsta leik. Liðið spilaði nú lengur og fékk færin saman sem lið. Varnarleikurinn aftur á móti var ekki góður og þarf liðið að taka hann í gegn fyrir næsta leik sem er strax á miðvikudaginn gegn Gróttu.