98 stelpurnar gerðu góða ferð í Breiðholtið.

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

4.flokkur kvenna yngra ár sótti ÍR stelpur heim í Breiðholtið á fimmtudagskvöldið. Leikurinn fór rólega af stað og skiptust liðin á að hafa forystu í fyrri hálfleik þar sem bæði lið voru að spila hörku vörn. Í stöðunni 7-5 fyrir heimastúlkur skelltu Selfoss stelpurnar í lás í vörninni með Sessu í miklum ham þar fyrir aftan og skoruðu þær síðustu þrjú mörk hálfleiksins.

Sama var upp á teningunum í byrjun seinni hálfleiks Sessa varði allt sem á markið kom og stelpurnar léku við hvern sinn fingur i sókninni drifnar áfram af stórleik Karenar og Þóru og skoruðu fjögur fyrstu mörk hálfleiksins og var staðan skyndilega orðin 12-7 fyrir okkar stelpur. ÍR stelpur minnkuðu muninn í 12-8 með marki úr vítakasti en þá komu fjögur mörk í röð frá Selfoss stelpum og staðan orðin 16-8 eftir fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik en þá höfðu stelpurnar gert 11 mörk gegn einu á 20 mínútna kafla og liðið komið í þægilega stöðu. Stelpurnar kláruðu leikinn með sóma og uppskáru góðan sex marka sigur 20-14.

Stelpurnar sýndu það í þessum leik að þeim eru allir vegir færir þegar þær ná upp sínum sterka 6-0 varnaleik og spila agaðan sóknarleik. Liðsheildin var gríðarlega sterk og var liðið að fá framlag frá öllum leikmönnum Guðbjörg Ósk skorðaði mikilvæg mörk út horninu og Sigurbjörg, Theódóra og Jana voru að spila fanta varnarleik. Það var einnig mikill styrkur fyrir liðið að endurheimta Aldísi eftir langa fjarveru vegna veikinda.