A-liðið stóð sig mjög vel og vann sannfærandi sigur á góðu KA-liði á erfiðum útivelli síðata laugardag. Stelpurnar spiluðu lengst af góðan varnarleik og markvarslan var mjög góð. En það var fyrst og fremst frábær sóknarleikur sem kláraði verkefnið að þessu sinni. A-liðið á einn leik eftir gegn ÍBV á morgun (miðvikudag) en þær munu engu að síður enda í öðru sæti deildarinnar sama hvernig fer á morgun. Ekki er ljóst á þessari stundu hverjum þær mæta í 8-liða úrslitum.
B-liðið spilaði við FH á heimavelli á sunnudaginn var. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en okkar stelpur voru þó alltaf aðeins á undan gestunum og innbyrtu góðan sigur. Nú er ljóst að B-liðið endaði í 3. sæti í 1. deild og mætir Gróttu á heimavelli í 8-liða úrslitum.
Áfram Selfoss