WOW Mix
Meistaraflokkar Selfoss fóru í ævintýraferð á WOW-mótið í hópfimleikum á Akureyri um seinustu helgi. Liðin uppskáru silfur og brons á mótinu.
Lið Selfoss mix í fullorðinsflokki uppskar silfur með 48,432 stig og voru rétt á eftir liði Stjörnunnar sem skoraði 49,699 stig. Liðið á nóg inni og voru margir liðsmenn að keyra nýjar stökkseríur og erfiðleikamóment í dansi.
Meistaraflokkur kvenna átti gott fyrsta mót. Dýnan var mjög góð en þær eiga fullt inni á trampólíni og gólfi. Vert er að nefna að meðalaldur liðsins er lágur en fjórar stúlkur eru í 9. og 10. bekk. Þær höfnuðu í þriðja sæti á eftir liði Stjörnunnar sem hampaði sigri og liði Gerplu sem urðu í öðru sæti í meistaraflokki í fyrsta sinn síðan árið 2004 en þær hafa sigrað meistaraflokk kvenna síðan árið 2005.
Heildarúrslit mótsins má sjá inn á vefsíðunni score.sporteventsystems.se.
Liðin héldu heim á Selfoss á laugardagskvöldinu sökum slæmrar veðurspár á landinu. Eftir rúmlega átta tíma rútuferð, slæmt skyggni og sprungið dekk komust allir heilir heim. Ferðin verður fyrir vikið mjög eftirminnileg.
Næsta mót hjá meistaraflokkum er á heimavelli þegar bikarmót í hópfimleikum fer fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi helgina 14.-15. mars. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að styðja við bakið á stelpunum og strákunum.
ob
---
Meðfylgjandi eru myndir af liðunum síðan á Akureyri.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Olga Bjarnadóttir