00 Nökkvi að skjóta
Selfoss gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna með 16 mörkum í lokaleik sínum í Olísdeild karla í TM-höllinni í gær.
Það var ljóst frá upphafi hvoru megin sigurinn myndi enda, Selfoss var með leikinn í höndum sér frá A til Ö og Stjörnumenn sýndu litla mótspyrnu, staðan í leikhléi var 4-15. Selfoss gat leyft sér að hvíla menn og yngri kynslóðin fékk sínar mínútur, öruggur sigur í höfn, 16-32 og allir útileikmenn Selfoss skoruðu í leiknum!
Mörk Selfoss: Nökkvi Dan Elliðason 5, Elvar Örn Jónsson 4, Hannes Höskuldsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Hergeir Grímsson 3, Haukur Þrastarson 3/1, Guðni Ingvarsson 2, Alexander Egan 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Sverrir Pálsson 1 og Ari Sverrir Magnússon 1/1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 14 (56%) og Pawel Kiepulski 4 (50%).
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is.
Olísdeildinni er eins og áður sagði lokið og endanleg niðurstaða komin í mótið. Selfoss endar með 34 stig og í öðru sæti, jafnir Haukum sem eru yfir á innbyrðis viðureignum liðanna í vetur. Þetta er jöfun á besta árangri Selfoss frá því í fyrra. Næst á dagskrá hjá strákunum er smá hlé á meðan landsliðið tekur tvo leiki, á miðvikudag í Laugardalshöll og á sunnuag úti. Báðir leikirnir eru gegn Norður-Makedóníu. Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson eru báðir í 20 manna hóp sem Gummi valdi á dögunum. Að því loknu hefst svo úrslitakeppnin, fyrsti leikur verður væntanlega laugardaginn 20. apríl og mun Selfoss byrja á heimaleik gegn ÍR. Það verður að sjálfsögðu nánar kynnt síðar.
Mynd: Nökkvi Dan var markahæstur í kvöld með 5 mörk.
Umf. Selfoss / ÁÞG