10.12.2018
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 3. janúar og föstudaginn 4. janúar. Kennt er einu sinni í viku í níu vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 námskeið 2 (ca 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 námskeið 4 (ca 2-4 ára)
Klukkan 18:45 námskeið 5 (ca 4-6 ára)
Klukkan 19:30 byrjendur (frá ca.
07.12.2018
Í ár höfum við ákveðið að prenta ekki út leikskránna okkar, þar sem það er mikil pappírseyðsla og okkur er annt um jörðina okkar :)Hér fyrir neðan er því linkur á yfirlit yfir hvaða hópar það eru sem eru hvaða hlutverk á jólasýningunni okkar.Ýtið hér:
05.12.2018
Laugardaginn 10. nóvember lögðum við af stað, hópur átta keppenda ásamt foreldrum, á HM í Taipei. Við flugum fyrst til Amsterdam þar sem við hittum Lisu Lent landsliðsþjálfara okkar.
04.12.2018
Laugardaginn 8. desember munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á torginu við Pylsuvagninn á Selfossi.Dagskráin hefst kl.15:45 með flutningi nokkurra jólalaga og klukkan 16:00 koma jólasveinarnir akandi yfir Ölfusárbrúna.
03.12.2018
Selfoss tapaði sínum fyrsta heimaleik í Olísdeildinni í vetur þegar liðið tók á móti Stjörnunni í kvöld.Selfoss byrjaði betur og komst í þriggja marka forystu en Stjörnumenn komust inn í leikinn og voru komnir þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-15.
02.12.2018
Stelpurnar okkar tryggðu sér sæti í umspil fyrir HM 2019 með 31 marks sigri á Aserbaísjan í lokaleik liðsins í forkeppni HM í dag.
01.12.2018
Í haust var tekin sú ákvörðun að senda til leiks Selfoss U í Íslandsmót karla. Þetta var gert til að mæta þeim fjölda iðkenda sem er að stíga upp úr 3.flokk og hafa ekki fengið sæti í meistaraflokk.
30.11.2018
Selfoss vann eins marks sigur á Gróttu í Olísdeildinni á miðvikudagskvöldið s.l. 23-24. Selfyssingar byrjuðu betur og voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik.
28.11.2018
Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá miðvikudaginn 12. desember og hefst kl. 20:00.Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2.
28.11.2018
Meistaraflokkur karla hefur nú lokið keppni í Evrópukeppni félagsliða eftir þrjú frábær einvígi, nú síðast gegn Azoty-Puławy. Þetta er frækið afrek hjá strákunum en þeir voru hársbreidd frá því að komast í sjálfa riðlakeppnina. Þetta var krefjandi en jafnframt skemmtilegt verkefni og gaf öllum dýrmæta reynslu, bæði leikmönnum, þjálfurum sem og aðstandendum liðsins. Við viljum þakka öllum þeim sem komu að þessu verkefni á einn eða annan hátt. Stuðningsfólki sem mætti í Hleðsluhöllina og þeim sem fylgdu liðinu um Evrópu. Við viljum þakka öllum þeim styrktar- og stuðningsaðilum sem gerðu þetta allt saman mögulegt. Þetta var gríðarlega kostnaðarsamt verkefni og ekki hlaupið að því að geta staðið undir þátttöku í svona keppni.Síðast en ekki síst viljum við þakka liðinu fyrir þá skemmtun sem það hefur veitt okkur Selfyssingum sem og öllu áhugafólki um handbolta.Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss