Guðmundur Tyrfingsson æfði með Brighton & Hove Albion

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður Selfoss eyddi síðustu viku hjá enska úrvlasdeildarfélaginu Brighton & Hove Albion þar sem hann æfði og spilaði með unglingaliðum félagsins.Heimsóknin gekk mjög vel, Guðmundur æfði af krafti, fór í læknisskoðun og átti einnig viðtöl við forsvarsmenn félagsins og  endaði á að spila svo einn leik.

Selfoss áfram í 3.umferð

Selfoss er komið áfram í 3.umferð Evrópukeppni félagsliða eftir hreint út sagt magnaðan leik gegn RD Riko Ribnica. Liðið þurfti að vinna upp þriggja marka tap eftir fyrri leikinn, þeir gerðu það og gott betur og unnu sex marka sigur, 32-26.

Tap gegn KA/Þór

Stelpurnar fengu skell gegn nýliðum KA/Þór, þegar þær töpuðu 18-23 í 4.umferð Olísdeildarinnar í gær. Selfoss byrjaði betur en eftir 10.mínútna leik tóku norðanstelpur við og leiddu út allan leikinn, staðan í hálfleik var 9-13.

Þurfum að ná okkar allra besta leik

Selfoss mætir slóvenska liðinu RD Riko Ribnica í seinni leik 2.umferðar í Evrópukeppni félagsliða nú á laugardaginn. Selfoss.net náði tali af Patreki, þjálfara liðsins og spurði hann út í stemminguna og ástandið á hópnum. Við erum að fara i mjög krefjandi verkefni á laugardaginn á móti mjög sterku liði sem er eitt það besta í slóvensku deildinni.

Tvö stig í eyjum

Selfoss gerði góða ferð til eyja og tók tvö stig gegn ÍBV í hörkuleik, 25-27.Útlitið var ekki gott framan af, en eyjamenn leiddu nánast allan leikinn með markmann sinn, Kolbein Aron, fremstan í flokki.

Þriggja marka tap út í Slóveníu

Selfoss tapaði 30-27 í fyrri leiknum gegn Ribnica frá Slóveníu í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í gær.Selfyssingar byrjuðu betur í leiknum og komstu í 2-6 en þá hrukku Ribnica menn í gang og komust yfir 12-9.

Tveggja marka tap gegn HK

Meistaraflokkur kvenna tapaði fyrir HK með tveimur mörkum, 27-25, þegar að liðin mættust í þriðju umferð Olísdeildar kvenna í gær.

Fyrri hálfleikur spilaður í Slóveníu

Meistaraflokkur karla Selfoss mætir liði RD Riko Ribnica frá Slóveníu í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikurinn fer fram út í Slóveníu á morgun, laugardaginn 6.október kl 19:00 að staðartíma (kl 17:00 að íslenskum tíma). Liðið hélt út til Slóveníu í gær og gistir í höfuðborginni Ljubljana, en Ribnica er einungis í um 40 km fjarlægð frá höfuðborginni.

Fréttabréf UMFÍ

Landsliðshelgi

Um helgina er landsliðspása i Olísdeildinni og flest landslið koma saman til æfinga eða til keppni um helgina. Í A-landsliði kvenna eru þær Perla Ruth og Hrafnhildur Hanna, en liðið leikur tvo vináttuleiki við Svía og fór fyrri leikurinn fram í fyrrakvöld.