Patrekur Jóhannesson
Selfoss mætir slóvenska liðinu RD Riko Ribnica í seinni leik 2.umferðar í Evrópukeppni félagsliða nú á laugardaginn. Selfoss.net náði tali af Patreki, þjálfara liðsins og spurði hann út í stemminguna og ástandið á hópnum.
Við erum að fara i mjög krefjandi verkefni á laugardaginn á móti mjög sterku liði sem er eitt það besta í slóvensku deildinni. Við þurfum að ná okkar allra besta leik, bæði varnar- og sóknarlega í sextíu mínútur. Hópurinn er klár í þetta verkefni og allir ferskir. Við náðum að skipta álaginu á leikmönnum vel á móti ÍBV svo að við komum bara 100% inn í leikinn á laugardag.
En hverju skiptir stuðningur áhorfenda á svona leik?
Stuðningur áhorfenda mun skipta miklu máli og ef allir leggjast á eitt þá er hægt að klára þetta dæmi og komast áfram í 3.umferð. Ég hvet alla til að mæta og vera með læti á laugardaginn!
Leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni og hefst hann kl 18:00. Forsala miða fer fram í Hleðsluhöllinni í kvöld, 11.október, kl 18:30. Forsala fyrir Platínumkorthafa hefst kl 18:00.
Upphitun fyrir leikinn hefst kl 16:00 í Hleðsluhöllinni þar sem boðið verður upp á grillaða hamborgara, varning til sölu í sjoppunni o.fl. Upphitun fyrir árskortshafa er á sama tíma í Tíbrá (ath breytt staðsetning). Þar verður boðið upp á hamborgara og drykki, þjálfarafundur með Patta verður stundvíslega kl 16:45!
Áfram Selfoss!