hsk_rgb
Átta HSK met í 300 metra hlaupi voru sett á svokölluðu vinamóti sem haldið var í frjálsíþróttahöllinni í Hafnarfirði í lok vetrar.
Dagur Fannar Einarsson setti met í 14 ára flokki, en hann hljóp á 41.83 sek. Valgerður Einarsdóttir í sama aldursflokki hljóp í methlaupinu á 48,20 sek.
Eva María Baldursdóttir setti met í 13 ára flokk, hljóp á 51,24 sek. Sæþór Atlason setti met í 12 og 13 ára flokki pilta en hann hljóp á 49,41 sek. Heiðdís Lilja Erlingsdóttir setti met í 12 ára flokki þegar hún hljóp á 54,85 sek.
Loks voru sett HSK met í 11 ára flokki stúlkna og drengja. Daði Kolviður Einarsson hljóp á 50,68 sek og Þórhildur Arnarsdóttir hljóp á 55,97 sek.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar efnilega frjálsíþróttafólki.
Frétt af vef HSK