Beltapróf hjá taekwondodeild Umf. Selfoss fór fram í íþróttahúsinu Iðu síðastliðinn laugardag. Á próflista voru um 80 manns frá Selfossi, Stokkseyri og Hellu. Allir stóðust beltaprófin með glæsibrag. Hafði Master Sigusteinn Snorrason orð á því hversu mikið kennslunni hefði farið fram sem endurspeglast í betur undirbúnum nemendum og miklum metnaði allra iðkenda. Taekwondodeild Umf. Selfoss hefur vaxið mikið undanfarin ár og er nú orðin fjölmennasta deild landsins. Hún er án efa ein sú allra öflugasta, en árangur á mótum, bæði innanlands og utan, ber gott vitni um það. -pj/ög
Efri mynd: Hópurinn sem tók „lægri belti" þ.e. sitt fyrsta beltapróf. Lengst til hægri er Master Sigursteinn Snorrason, 6. dan, meistari taekwondodeildar Umf. Selfoss, Umf. Heklu og Umf. Stokkseyrar. Lengst til vinstri er Daníel Jens Pétursson, yfirþjálfari þessara félaga.
Neðri mynd: Hópurinn sem tók beltapróf í hærri beltum. Master Sigursteinn Snorrason, 6. dan, er lengst til hægri og Daníel Jens Pétursson, yfirþjálfari lengst til vinstri.