38284432_1839726056073934_657567756534677504_n
Eva María Baldursdóttir og Dagur Fannar Einarsson frjálsiþróttadeild Selfoss hafa verið valin til að keppa með sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur á Norðurlandamóti ungmenna undir 20 ára aldri. Keppnin fer fram i Hvidore í Danmörku 10.-12. ágúst nk. Ísland og Danmörk senda sameiginlegt lið til keppninnar og fer valið þannig fram að tvö bestu ungmenni í hverri grein óháð þjóðerni eru valin til að keppa. Á mótinu keppir allt fremsta frjálsíþróttafólk norðurlandanna í þessum aldursflokki.
Eva María keppir í hástökki en nýverið vippaði hún sér yfir 1.71m og setti í leiðinni fjögur HSK aldursflokkamet og skipaði sér í leiðinni í 14.-16. sæti á topp listanum í hástökki kvenna á Íslandi frá upphafi. Eva María sem er eingöngu 15 ára gömul er í 69-82 sæti á Evrópulista í hástökki undir 18 ára aldri.
Dagur Fannar Einarsson keppir bæði í 400m grindahlaupi og 4x400m boðhlaupi á mótinu. Dagur setti nýlega HSK met i sínum aldursflokki í 400m grindahlaupi og hefur náð mjög góðum árangri i greininni á skömmum tíma. Hann skipar sér í 12.sæti frá upphafi á topp lista í 400m grindahlaupi í sínum aldursflokki. Dagur Fannar er 16 ára gamall og mjög fjölhæfur íþróttamaður.
Frjálsíþróttadeild Selfoss óskar þeim Evu Maríu og Degi Fannari góðs gengis og er virkilega stolt af afrekum þeirra