Selfoss_merki_nytt
Fimleikadeild Selfoss óskar eftir að ráða yfirþjálfara elsta stigs hópfimleika. Á elsta stigi eru þeir hópar sem eru í öðrum, fyrsta og meistaraflokki. Yfirþjálfun er yfirgripsmikið starf og krafist er dómaraprófs í hópfimleikum.
Viðkomandi þarf að vera agaður í vinnubrögðum, búa yfir skipulagshæfileikum og vera góður í mannlegum samskiptum. Yfirþjálfari þarf að hafa reynslu af þjálfun keppnishópa og geta þjálfað a.m.k. 7-10 tíma á viku á aldursstiginu. Æskilegt er að viðkomandi geti tekið til starfa 1. ágúst 2015 eða í síðasta lagi 1. september 2015.
Umsóknum skal skilað inn á netfangið fimleikarselfoss@simnet.is.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí en nánari upplýsingar um starfið og starfslýsingu má fá hjá Olgu Bjarnadóttur framkvæmdastjóra í netfanginu fimleikarselfoss@simnet.is eða í síma 482-1505.