Perla Ruth
Selfoss náði ekki stigum gegn sterku liði Vals í kvöld, en liðið tapaði 24-19 í Valsheimilinu.
Lítið fór fyrir sóknarleik í upphafi leiks og var staðan aðeins 3-3 eftir fimmtán mínútna leik, staðan í hálfleik var 9-7. Seinni hálfleikur var hins vegar aðeins líflegri og náðu Selfyssingar að jafna í 12-12. Þá tóku Valskonur við sér og sigu fram úr Selfoss. Lokatölur 24-19
Selfoss er enn í neðsta sæti Olísdeildarinnar með 1 stig eftir fimm umferðir.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 6, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdótirr 4/1, Sarah Boye 1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Carmen Palamaria 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 10 (34%)
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is. Leikskýrslu má sjá hér.
Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Haukum þriðjudaginn 23. október í Hleðsluhöllinni. Strákarnir taka hins vegar á móti Val í Hleðsluhöllinni á morgun, miðvikudag, kl 19:30.
____________________________________
Mynd: Perla Ruth var markahæst í kvöld með sex mörk.
Umf. Selfoss / JÁE