Júdó - Íslandsmót yngri flokka
Íslandsmót yngri (U21) í júdó var haldið í sal júdódeildar Ármanns laugardaginn 13. apríl. Þar mætti júdódeild Selfoss með 17 keppendur, stóðu þeir sig allir mjög vel og komu heim með fjögur gull, fjögur silfur og þrjú brons.
Sáust oft flottar glímur og flott köst og átti Claudiu Sohan eitt af flottustu köstum mótsins. Ein mest spennandi glíma mótsins var úrslitaglíma Óskars Kristinssonar og Daníels úr Njarðvík, þar sem Daníel hafði betur í gullskori. Einnig átti Jakub Tomczyk margar flottar glímur.
Íslandsmeistarar
U-15 -55 kg Alexander Kuc
U-15 -60 kg Einar Magnússon
U-15 -73 kg Claudiu Sohan
U-18 -81 kg Böðvar Arnarsson
Silfur
U-13 -50 kg Þórir Steinþórsson
U-18 -55 kg Óskar Kristinsson
U-18 -66 kg Jakub Tomczyk
U-21 -66 kg Jakub Tomczyk
Brons
U-13 -46 kg Elmar Þorsteinsson
U-18 -55 kg Óli Guðbjartsson
U-18 -66 kg Haukur Þór Ólafsson
---
Á mynd með fréttinni eru keppendur Selfoss á mótinu.
Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf. Selfoss.
Alexander Kuc í miðju með gullverðlaunin.
Jakub Tomczyk lengst til vinstri með silfur.
Lengst til vinstri er Óskar Kristinsson með silfur og lengst til hægri er Óli Guðbjartsson með brons.