Handbolti Hrafnhildur Hanna 18 gegn Fylki
Stelpurnar okkar sóttu Fram heim í Olísdeildinni á föstudag.
Selfyssingar réðu lögum og lofum í upphafi leiks en Fram kom sér smátt og smátt inn í leikinn og jafnt var í hálfleik 16-16. Leikurinn var í járnum framan af seinni hálfleik en Fram ávallt skrefinu á undan og landaði að lokum fjögurra marka sigri 32-28.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 12 mörk, Adina Ghidoarca skoraði 7, Carmen Palamariu 6, Perla Ruth Albertsdóttir 2 og Elena Birgisdóttir 1 mark. Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 9 skot (30%) í leiknum og Áslaug Ýr Bragadóttir 3 skot (20%).
Leikurinn var bráðfjörugur og góð auglýsing fyrir handboltann á Selfossi.
Að loknum fimm umferðum í Olís-deildinni eru Selfyssingar með 8 stig í fjórða sæti deildarinnar. Í næstu umferð sem fram fer laugardaginn 17. október taka stelpurnar okkar á móti Íslandsmeisturum Gróttu kl. 14:00 í íþróttahúsi Vallaskóla.
---
Hrafnhildur Hanna var á flugi gegn Fram en þessi mynd var reyndar tekin á móti Fylki í leiknum á undan.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson